UM OKKUR

Veislusalurinn í Grafarholti er með þeim glæsilegustu í Reykjavík og státar af frábæru útsýni yfir höfuðborgina, þægilegri staðsetningu og kyrrlátu umhverfi. Við bjóðum upp á alhliða veisluþjónustu við hvers konar tækifæri þar sem áhersla er lögð á persónulega- og vandaða þjónustu sem sniðin er tilefninu hverju sinni.

Við trúum því að umtalið sé besta auglýsingin enda bætast sífellt nýir og ánægðir aðilar í hóp tryggra viðskiptavina. Við bjóðum þig velkomin í viðskipti til okkar og vonum um leið að þú sláist í hópinn.

Fyrirspurnum um veitingar, þjónustu og salarleigu skal beint á netfangið orn@grveitingar.is eða í síma 585-0215, einnig er hægt að velja borðann „Hafðu samband“ hér á síðunni.

Kynntu þér málið með því að smella á þennan kynningarbækling:

VEISLUSALUR

slide1

Veislusalurinn í Golfskálanum Grafarholti er einn sá glæsilegasti í Reykjavík með frábæru útsýni yfir borgina og golfvöllinn. Hann er leigður út með veitingum frá október mánuði fram í maí.

Salurinn tekur um 150 manns í sæti en 250-300 manns í standandi móttöku. Veislusalurinn hentar vel fyrir margvísleg tilefni s.s. árshátíðir, afmæli, brúðkaup, fermingarveislur, móttökur, ráðstefnur, erfidrykkjur og hádegisfundi. Tilvalið fyrir þá sem vilja vera í fallegu umhverfi, útaf fyrir sig, án þess að vera of langt frá miðborginni. Næg bílastæði og gott aðgengi er í Grafarholti auk þess sem salurinn er vel tækjum búinn.

Yfir sumarmánuðina er starfræktur veitingastaður sem opinn er allt sumarið frá morgni til kvölds og býðst gestum og gangandi að borða góðan mat í notalegu umhverfi. Allir eru velkomnir í Grafarholtið, klúbbmeðlimir sem aðrir. Matseðill staðarins er breytilegur, að einhverju leyti, frá degi til dags með það að markmiði að auka fjölbreytni og tryggja besta mögulega hráefni hverju sinni.

 

VEISLUÞJÓNUSTA

2_2GR Veitingar býður heildarlausn í veisluna, allt frá góðum veitingum til fallegra skreytinga. Hvert sem tilefnið er þá hefur fyrirtækið það sem til þarf. Hafðu samband og við stillum upp dæminu með þér.

Að neðan getur þú séð helstu upplýsingar um einstaka tilefni með því að smella á viðeigandi borða.
(Athugið: Ef borðarnir opnast ekki þarf að endurhlaða síðuna (e. refresh)).

 

 

 

Afmæli

afmaeli1

Fagnaðu stórafmælinu í notarlegu umhverfi, áhyggjulaus á afmælisdaginn. Bjóðum öll afmælisbörn velkomin í veislusal okkar í Grafarholti.

Ótal möguleikar í boði. Viðskiptavinum er bent á að hafa samband í gegnum netfangið grveitingar@grveitingar.is eða hér að neðan.

Árshátíðir

GR veitingar og þjónusta hefur séð um fjölmargar árshát20130927_211702_1íðir fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök.Veislusalurinn Grafarholti hentar vel fyrir árshátíðir fyrir 80-140 manns. Eins tökum við að okkur að sjá um stærri mannfagnaði á öðrum stöðum. Boðið er upp á tveggja til sex rétta matseðla sem sérsniðnir eru tilefninu hverju sinni.Viðskiptavinum er bent á að senda fyrirspurn hér á síðunni.

Brúðkaup

Burdkaup

GR veitingar og þjónusta býður upp á heildarlausn á brúðkaupsdaginn hvort heldur í salarkynnum okkar eða annars staðar.

Veislusalurinn í Grafarholti er vinsæll meðal margra enda hentar hann sérlega vel fyrir brúðkaupsveislur. 100-130 manns er kjörinn fjöldi í sæti. Öll aðstaða er eins og hún gerist best auk þess sem salurinn er búinn ræðukerfi, hljóðkerfi, skjávarpa og tölvubúnaði. Öll tæki eru innifalin í verðum.  Lögð er áhersla á að mæta óskum brúðhjóna og því eru matseðlar ekki staðlaðir heldur sniðnir að þörfum hvers og eins. Við sjáum um allt sem viðkemur veislunni, allt frá borðskreytingum til brúðartertu. Fyrirspurnum og óskum um tillögur skal beint á grveitingar@grveitingar.is eða „Hafðu samband“ að neðan.

.

Erfidrykkjur

m1

GR veitingar og þjónusta hefur sérhæft sig í erfidrykkjum þar sem rík áhersla er lögð á framúrskarandi veitingar og þjónustu. Boðið er upp á margar útfærslur af veitingum allt eftir umfangi og fjölda. Salurinn í Grafarholti hentar einkar vel fyrir erfidrykkjur, bæði í standandi móttökur og sitjandi kaffihlaðborð. Tilvalið eftir athöfn í Árbæjar-, Guðríðar- eða Grafarvogskirkju auk þess sem salurinn er steinsar frá Gufuneskirkjugarði. Frábært aðgengi og næg bílastæði.

Einnig hefur fyrirtækið séð um fjölmargar erfidrykkjur víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Starfsfólk okkar mætir á staðinn og sér um allar veitingar og þjónustu. Hægt er að senda inn fyrirspurn og tilboðsbeiðni að neðan.

Fermingar

ferming1

Í veislusalnum Grafarholti eru fjölmargar fermingarveislur haldnar ár hvert. Fermingardögum er skipt í tvennt og er val milli þess að halda veislu í hádegi eða að kvöldi. Bjóðum upp á ýmsar útfærslur þar sem tekið er tillit til fullorðinna sem barna. Allt innifalið í verðtilboðum; hljóðkerfi, sjónvörp, skjávarpi, kaffi, gos, veitingar, dúkar, þjónusta, skreytingar og svo framvegis. Viðskiptavinum er bent á að bóka þarf með góðum fyrirvara vegna mikillar eftirspurnar.  

Golfmót
WP_20130721_017

Yfir sumartímann þjónustar GR veitingar og þjónusta golfara, hvort heldur einstaklinga, golfhópa eða fyrirtæki. Bjóðum upp á alhliða veisluþjónustu; morgunverð, hádegisverð, síðdegiskaffi og kvöldverð.
Einstaklingum og golfhópum er bent á að hafa samband í gegnum borðann „Hafðu samband“.

Hádegisfundir
WP_20130721_007

Færst hefur í vöxt að fyrirtæki og hópar haldi hádegisfundi utan vinnustaðar. Í Golfskálanum Grafarholti er aðstaða til slíkra funda til fyrirmyndar. Algengt er að boðið sé upp á morgunverð, hádegisverð og síðdegiskaffi. Fyrst flokks aðstaða, gott aðgengi, frábær matur og góð þjónusta.
Sendu okkur fyrispurn og við svörum fljótt og örugglega.

.

Jólahlaðborð
jolahl
GR veitingar og þjónusta tekur að sér jólahlaðborð fyrir þá vandlátu. Slíkt er aðeins í boði í veislusalnum Grafarholti. Hentugur fjöldi er 80-110 manns í sæti. Kjörið fyrir smærri fyrirtæki og hverskonar hópa.
Móttökur

mottokur

Standandi móttökur eru okkar sérfag. Salurinn rúmar með góðu móti 250 manns í móttöku. Ekki hika við að hafa samband ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað með.

.

Útskriftarveislur

2211232211

Bjóðum upp á allskyns lausnir, standandi móttökur, hlaðborð, smárétti, snittur og pinnamat. Starfsfólk okkar aðstoðar þig við að finna bestu lausnina, réttu veitingarnar og viðeigandi þjónustu.

 

HAFÐU SAMBAND

Nafn (nauðsynlegt)

Netfang (nauðsynlegt)

Titill

Skilaboð

ToTop